Lögðu hald á áfengi og peninga í vélhjólaklúbbi

Lögregla haldlagði áfengi og peninga í húsi vélhjólaklúbbs í Hafnarfirði …
Lögregla haldlagði áfengi og peninga í húsi vélhjólaklúbbs í Hafnarfirði í gærkvöldi, en talið er að peningarnir séu tilkomnir af ólöglegri sölu áfengis. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af nokkrum félögum í vélhjólaklúbbi í húsi í Hafnarfirði og lagði hald á áfengi og peninga, sem taldir eru vera til komnir af ólöglegri sölu áfengis.

Vélhjólaklúbburinn hefur tengingu við erlenda vélhjólaklúbba sem eru skilgreindir sem brotahópar. Þegar lögreglan kom á staðinn var samkvæmi á vegum vélhjólaklúbbsins í gangi á staðnum. 

Enginn var handtekinn í aðgerðunum en afskiptin voru liður í aðgerðum og eftirliti lögreglu með skipulagðri brotastarfsemi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu, sem mun ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is