Ofanflóðavakt metur aðstæður í kjölfar aurskriðu

Miklir vatnavextir hafa verið undanfarna daga á Vesturlandi og á …
Miklir vatnavextir hafa verið undanfarna daga á Vesturlandi og á Vestfjörðum, líkt og sjá má á þessari mynd sem tekin var í Langavatnsdal fyrir helgi. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

„Maður á okkar vegum ætla að kanna aðstæður í dag. Ég veit að Vegagerðin fór þarna í gær að moka, en það var svolítið dimmt þannig að það var erfitt að átta sig á aðstæðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um aurskriðu sem féll í Gilsfirði yfir veg 690 í gær.

Hann segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir þegar líður á daginn.

„Það er alveg hætt að rigna á svæðinu,“ svarar hann spurður hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. „Núna er vatnið farið að sjatna í ám og lækjum, þegar það gerist dregur hratt úr hættunni. Mér finnst því mjög ólíklegt að eitthvað muni falla, ekki nema kannski eitthvert grjót.“

mbl.is