„Einhverjir óánægðir“ með ríkislögreglustjóra

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en deilur hafa staðið yfir milli lögreglufélaga og ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur. Ríkislögreglustjóri sagðist vonast til þess að deilum færi að ljúka en skynjaði enn gremju í sinn garð. 

Haraldur sagði vantraust á störf sín í embætti ríkislögreglustjóra ekki hafa komið til tals á fundinum. Hann sagði þó í samtali við RÚV að hann „skynjaði að einhverjir væru óánægðir“ með hann.

Stjórn sambands lögreglumanna fundar með fulltrúum lögreglufélaganna síðar í dag. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það yrði að koma í ljós hvort tillaga um vantraust á ríkislögreglustjóra yrði lögð fram á fundinum. 

mbl.is