Esjuskaflinn er á hröðu undanhaldi

Aðeins ísskella er eftir af fönninni frægu í Gunnlaugsskarði.
Aðeins ísskella er eftir af fönninni frægu í Gunnlaugsskarði. Ljósmynd/Tómas Jóhannesson

Af snjóskafli í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem þykir segja margt um veðráttuna almennt, lifir nú aðeins klakaskæni, um það bil fjögurra fermetra blettur sem hopar hratt.

Þetta er í um það bil 800 metra hæð í fjallinu en vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og fleiri gengu þarna upp um helgina og könnuðu aðstæður.

„Ég þori ekki að segja til um hvort klakinn hverfur eða lifir sumarið af. Þetta verður að minnsta kosti mjög tæpt, núna þegar haustveðrin fara að skella á,“ segir Halldór Björnsson, veðurfræðingur og einn leiðangursmanna, í samtali um snjóskaflin rómaða í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert