Fjölskylduhjálp fékk 175 skólatöskur

Costco afhendir Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur. Frá vinstri: Valgeir Daðason, …
Costco afhendir Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur. Frá vinstri: Valgeir Daðason, Einar Jón Másson, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Ásta Katrín Viljhjálmsdóttir og Sveinbjörg Kristmundsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Fjölskylduhjálp Íslands fékk á dögunum afhentar 175 skólatöskur frá Costco og verða þær afhentar við úthlutun með mataraðstoðum í Breiðholti og Reykjanesbæ 24., 25. og 26. september.

Skólatöskurnar eiga, samkvæmt tilkynningu frá Fjölskylduhjálp, að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur og þakka samtökin Costco kærlega fyrir gjöfina.

Skólatöskurnar verða eins og áður segir afhentar með mataraðstoðum, annars vegar í Iðufelli í Breiðholti frá kl. 12 til 14 dagana 24. og 25. september, og í Reykjanesbæ að Baldursgötu 14 hinn 26. september frá kl. 15 til 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert