Mesta breyting í áratugi

Útsýni bætt úr fjármálaráðuneytinu með gluggaþvotti.
Útsýni bætt úr fjármálaráðuneytinu með gluggaþvotti. mbl.is/​Hari

Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR), segir vinnutímabreytingar sem rætt er um við kjarasamningaborðið líklega mestu kerfisbreytingar í starfsemi hjá ríkinu í nokkra áratugi. Það sé ein helsta ástæðan fyrir þeim hægagangi sem hafi einkennt viðræður ríkis og viðsemjenda þess í stéttarfélögunum.

Stéttarfélögin hafa undanfarið gagnrýnt þennan hægagang, en samkvæmt viðræðuáætlunum átti að ljúka nýjum kjarasamningi fyrir 15. september.

„Þetta er flókið. Samninganefnd ríkisins þarf að ná samningum við 20 þúsund starfsmenn. Stéttarfélögin eru mjög mörg og samningar allra eru lausir. Þau koma til okkar í mörgum hópum, sem hægir á okkur,“ segir Sverrir í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er líka flókið mál sem við erum að ræða. Þetta eru vinnutímabreytingar sem eru líklega mestu kerfisbreytingar í starfseminni hjá ríkinu í nokkra áratugi. Við verðum að gera þetta vel og það eru allir að vanda sig,“ segir hann í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert