Sló met í leiðsögn veiðimanna

Sævar Guðjónsson hefur mikla reynslu af veiðum.
Sævar Guðjónsson hefur mikla reynslu af veiðum.

Sævar Guðjónsson veiðileiðsögumaður leiðsagði 101 veiðimanni á veiðitímabili hreindýra sem lauk síðastliðinn föstudag. Segir hann að tímabilið hafi almennt gengið vel þó að nokkuð hafi verið um norðanáttir og þoku. Segist hann hafa tekið eftir að dýrin hafi verið nokkuð léttari en oft áður.

„Það er eins og þessi veðrátta hafi ekki hentað þeim mjög vel. Gróðurinn var ekkert voðalega öflugur,“ segir hann n.a. í Morgunblaðinu í dag.

Segir Sævar einnig eftirtektarvert hversu vel undirbúnir veiðimennirnir hafi verið á tímabilinu og segir að lítið hafi verið um feilskot.

Fimm tarfar og 22 kýr gengu af veiðikvótanum að þessu sinni samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar. Aðeins veiddist allur kvótinn af hreintörfum og hreinkúm á svæði 7 en allur kvóti tarfa veiddist á fjórum svæðum: 2, 5, 6 og 9.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert