Vilja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Hari

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi skipi sérstaka þriggja manna rannsóknarnefnd til þess að framkvæma sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum lögregluvalds, ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Fyrsti flutningsmaður er Helga Vala Helgadóttir.

Fram kemur í tillögunni að rannsóknarnefndinni verði falið að kanna hvort og þá hvaða meinbugir hafi verið á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert