Dómsmálaráðherra fyrir þingnefnd á morgun

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur fer fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á morgun um málefni ríkislögreglustjóra þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

Þórhildur segir tilefni fundarins ekki síst það hvað komi til að deilur innan lögreglunnar séu komnar á það stig að Lögreglustjórafélagið og Landssamband lögreglumanna hafi lýst yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. „Hvernig hefur verið haldið á yfirstjórnarmálum gagnvart lögreglu fram að þessu innan ráðuneytisins,“ segir Þórhildur Sunna.

Spurð hvort eðlilegt sé að dómsmálaráðherra bíði eftir niðurstöðu á úttekt ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra áður en teknar verði einhverjar afgerandi ákvarðanir í málinu segir Þórhildur Sunna að málið sé að hennar mati tvíþætt. Annars vegar snúi það að vantrausti í garð ríkislögreglustjóra og hins vegar að gagnrýni á skipulag innan embættisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert