Enn tilkynnt um veikindi flugfreyja um borð

Ein af flugvélum Icelandair hefur verið send til ítarlegra rannsókna …
Ein af flugvélum Icelandair hefur verið send til ítarlegra rannsókna á vegum EASA, en samkvæmt fyrstu niðurstöðum er enn ekkert sem skýri veikindin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt tilfelli veikinda flugfreyja um borð í flugvél Icelandair til viðbótar kom upp nú á sunnudag og er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem tilkynnt er um slík veikindi. Áður hefur verið greint frá því að þrjár flug­freyj­ur Icelanda­ir hafi veikst og þurft súr­efni í flugi Icelanda­ir í síðustu viku og leitaði ein þeirra til bráðamót­töku eft­ir lend­ingu.

RÚV greinir frá og hefur eftir Ásdísi Ýri Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair Group, að enn sé ekki ljóst hvort veikindin séu sambærileg þeim sem áður hafa verið tilkynnt og eru til rannsóknar.

Fyrirtækið líti málið þó alvarlegum augum og Icelandair taki nú þátt í svo nefndri FACTS rannsókn á vegum evrópsku flugöryggisstofnunarinnar EASA, sem snýr að loftgæðum í farþegarými flugvéla. Hefur ein af flugvélum Icelandair verið send til ítarlegra rannsókna á vegum EASA, en samkvæmt fyrstu niðurstöðum sé enn ekkert sem skýri veikindin.

Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði að ekki hefði tek­ist að sýna fram á or­saka­tengsl á milli loft­gæða í flug­vél­um og heilsu­fars­vanda­mála þrátt fyr­ir ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir. 

Sex mál sem tengj­ast veik­ind­um flug­freyja um borð í vél­um Icelanda­ir eru til rann­sókn­ar hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa þessa stund­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert