Nektarmyndir af látinni konu í dreifingu

Bára Halldórsdóttir biðlar til fólks um að reyna að hefta …
Bára Halldórsdóttir biðlar til fólks um að reyna að hefta útbreiðslu myndanna. mbl.is/Eggert

Ef þið rekist á myndirnar, ekki senda þær áfram. Ef þið fréttið af þeim látið vita að um látna manneskju er að ræða. Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl,“ skrifar Bára Halldórsdóttir á facebooksíðu sína í dag.

Nektarmyndir af látinni vinkonu hennar hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í sumar, undir þeim formerkjum að þar sé um Báru sjálfa að ræða. Bára segir myndunum hafa verið dreift með meðfylgjandi texta um að um „hefnd fyrir Klausturmálið“ væri að ræða.

Hún greinir frá því í færslu sinni að hún kannist ekki við að hafa tekið nektarmyndir af sér, en er hún hafi séð myndirnar hafi hún fengið smá áfall, þar sem hún áttaði sig á því á myndunum var kona sem hún þekkti, en er nú látin.

„Minn stærsti ótti er að ættingjar þessarar konu fái þær óvart sendar,“ skrifar Bára og hvetur fólk sem áður segir um að reyna að stöðva útbreiðslu þeirra.

„Ef einhvern bráðvantar nektarmyndir af mér er ég vel til í smekklega myndatöku gegn góðum styrk til Stígamóta. Reynum annars að vera bara minni asnar,“ segir Bára í færslu sinni, sem lesa má hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert