Óskar skýringa á niðurstöðu ráðuneytisins

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis óskar skýringa frá dómsmálaráðuneytinu á því …
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis óskar skýringa frá dómsmálaráðuneytinu á því af hverju ríkislögreglustjóra var ekki veitt áminning vegna bréfaskrifanna, sem þóttu ámælisverð. mbl.is/Eggert

Umboðsmaður Alþingis hefur sent dómsmálaráðuneytinu bréf, þar sem óskað er eftir því að ráðuneytið útskýri af hverju það veitti Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra ekki áminningu vegna bréfaskrifa hans til þeirra Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings og Sigurðar K. Kolbeinssonar, þáttarstjórnanda á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

RÚV greindi frá þessu síðdegis og því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefði sent bréfið til ráðuneytisins á mánudag. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í lok maímánaðar að það teldi framsetningu bréfanna ámælisverða, en að ekki væri ástæða til áminningar.

Samkvæmt RÚV segir í bréfi umboðsmanns til ráðuneytisins að þeir Björn Jón og Sigurður telji þetta ekki fullnægjandi lyktir, heldur hafi málið að þeirra mati kallað á formlega áminningu. Umboðsmaður óskar eftir nú því að ráðuneytið geri grein fyrir því „hvers vegna það taldi að sú háttsemi ríkislögreglustjóra félli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum skulu vera tilefni áminningar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert