Úrbóta þörf hjá lögreglu

Lögreglustöðin við Hlemm Málefni lögreglunnar og ríkislögreglustjóra hafa verið til …
Lögreglustöðin við Hlemm Málefni lögreglunnar og ríkislögreglustjóra hafa verið til umræðu undanfarið. mbl.is/Golli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hún setti af stað vinnu í ráðuneytinu í síðustu viku varðandi skipulag lögreglunnar og miðar vinnunni vel.

Áslaug sagði það hafa áður komið fram að núverandi skipulag væri svolítið „komið á endastöð“. Ráðherrann leggur áherslu á það stefnumið „að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Þetta kom fram í bréfi ráðherrans til lögreglunnar sl. föstudag. Á næstu dögum verður haft nánara samráð við viðtakendur bréfsins. Ráðherrann sér fyrir sér að breytingarnar verði í skrefum. „Við getum tekið fyrstu skrefin mjög hratt,“ sagði hún í samtali í gærkvöldi.

Fulltrúar GRECO, ríkjahóps gegn spillingu innan Evrópuráðsins, telja rétt að taka skipulag lögreglunnar á Íslandi til endurskoðunar. Meðal annars starfi níu lögreglustjórar á Íslandi sjálfstætt þótt þeir eigi að heyra undir ríkislögreglustjóra.

Þetta er meðal þess sem kom fram í síðustu skýrslu GRECO en hún byggðist m.a. á samtölum við dómsmálaráðherra, fulltrúa dómsmálaráðuneytis og ríkislögreglustjóra. Lýstu þessir aðilar því sem betur mætti fara í núverandi skipulagi.

Þá bentu fulltrúar GRECO á að bæta þyrfti verkferla til að takast á við spillingu innan lögreglunnar. Jafnframt þyrfti að skýra reglur er vörðuðu aukastörf lögreglumanna og mögulega hagsmunaárekstra.

Málefni ríkislögreglustjóra hafa verið til umræðu að undanförnu, þá ekki síst í kjölfar viðtals við Harald Johannessen í Morgunblaðinu. Taldi hann brýnt að endurskipuleggja lögregluna og fækka lögregluembættum. Með því mætti hagræða og bjóða borgurunum betri löggæslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »