Sigmundur Davíð spyr hvort Klúbbsmenn eigi rétt á bótum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðu forsætisráherra um mál Klúbbsmannanna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðu forsætisráherra um mál Klúbbsmannanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur óskað svara frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna málefna Klúbbsmannanna svo nefndu, fjórmenninga sem sátu mánuðum saman í gæsluvarðhaldi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu án þess að sæta ákæru.

Lagði Sigmundur Davíð fram fyrirspurn til forsætisráðherra á Alþingi í gær og spurði  hvort ráherra teldi rétt að metið yrði hvort „þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?“

Þeir Einar Bollason, Magnús Leopoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson  sátu 105 daga í gæsluvarðhaldi  grunaðir um að tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þrír þeirra eru enn á lífi og spurði Sigmundur Davíð Katrínu einnig hvort  hún teldi tilefni til að þremenningarnir og afkomendur þess fjórða fengju formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins.

Loks óskaði Sigmundur Davíð svara um það hvort Katrín hefði hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og væri svo ekki, hvort hún væri reiðubúinn að gera það væri þess óskað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert