Skaflinn í Gunnlaugsskarði aftur horfinn

Gamli skaflinn frá vetrinum 2012 til 2013 var sjö sumur …
Gamli skaflinn frá vetrinum 2012 til 2013 var sjö sumur að bráðna. mbl.is/Sigurður Bogi

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni í nú endanlega farinn að sögn sérfræðings Veðurstofunnar sem lagði leið sína í Gunnlaugsskarð í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir að gamli skaflinn frá vetrinum 2012 til 2013 hafi verið sjö sumur að bráðna. „Virðist mest hafa munað um sumarið sem nú er að líða.“

Hópur frá Veðurstofunni heimsótti skaflinn um síðustu helgi og þá reyndist hann ekki vera nema um fjórir fermetrar að flatarmáli og 10 til 15 cm þykkur.

Skaflinn var í u.þ.b. 800 metra hæð í Esjunni, en hann hvarf í stutta stund 14. september síðastliðinn áður en fyrsti snjór vetrarins féll í Esjunni aðfaranótt 15. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert