Þjóðleikhúsráð hefur skilað umsögn

Sjö sóttu um stöðuna og verða þeir umsækjendur sem metnir …
Sjö sóttu um stöðuna og verða þeir umsækjendur sem metnir voru hæfastir boðaðir í framhaldsviðtöl. mbl.is/Golli

Þjóðleikhúsráð hefur skilað inn umsögn sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra. Sjö sóttu um stöðuna og verða þeir umsækjendur sem metnir voru hæfastir boðaðir í framhaldsviðtöl í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en nýr þjóðleikhússtjóri verður skipaður frá og með áramótum.

Þjóðleikhúsráð hafði matsviðmið frá sérfræðingum Capacent til hliðsjónar við umsögn sína, en þar er meðal annars tekið á menntunar- og hæfniskröfum.

Umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra eru Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri, Guðbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún K. Halldórsdóttir leikstjóri, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.

mbl.is