Eldur kom upp í strætisvagni

Þegar slökkvilið kom á staðinn var starfsfólk Strætó búið að …
Þegar slökkvilið kom á staðinn var starfsfólk Strætó búið að ná tökum á og slökkva eldinn. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp í strætisvagni í höfuðstöðvum Strætó að Hesthálsi um kl. 10 í morgun. Þetta staðfesta bæði varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við mbl.is.

Þegar slökkvilið kom á staðinn var starfsfólk Strætó búið að ná tökum á og slökkva eldinn en gekk slökkviliðið úr skugga um að engar glæður loguðu.

Að sögn Guðmundar Heiðars var um nokkuð nýlegan svokallaðan Crossway-dísilvagn að ræða og virðist eldurinn hafa kviknað aftarlega í farþegarýminu. Vagninn hafði verið í akstri fyrr um morguninn og skilaði sér í höfuðstöðvarnar um kl. 9.30.

Málið verður rannsakað betur á morgun en ekki liggur fyrir hver upptök eldsins voru.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Vagninn hafði verið í akstri fyrr um morguninn.
Vagninn hafði verið í akstri fyrr um morguninn. Ljósmynd/Aðsend
Mikinn reyk lagði frá eldinum.
Mikinn reyk lagði frá eldinum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert