IKEA innkallar MATVRÅ-smekki

„Okkur hafa borist tilkynningar þess efnis að tölurnar geti losnað …
„Okkur hafa borist tilkynningar þess efnis að tölurnar geti losnað af ef barn togar í þær,“ segir Emelie Knoester, viðskiptastjóri hjá IKEA of Sweden. Ljósmynd/IKEA

IKEA innkallar bláa og rauða MATVRÅ-smekki vegna mögulegrar köfnunarhættu og eru viðskiptavinir hvattir til að taka þá tafarlaust úr notkun og skila þeim til IKEA.

Smekkirnir eru seldir tveir í pakka og verða að fullu endurgreiddir.

„Okkur hafa borist tilkynningar þess efnis að tölurnar geti losnað af ef barn togar í þær,“ segir Emelie Knoester, viðskiptastjóri hjá IKEA of Sweden.

Gulu og grænu smekkirnir öruggir

Smekkir sem bera sama nafn en eru mynstraðir í gulum og grænum lit eru samt sem áður öruggir í notkun þar sem bæði hönnun og efnið sem notað er í þá er annað, að því er fram kemur í tilkynningu frá IKEA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert