Bleika slaufan er hálsmen í ár

Margar konur voru mættar í kvöld þegar bleika slaufan var …
Margar konur voru mættar í kvöld þegar bleika slaufan var sýnd og boðin til sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag hófst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“. Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður.

Stuðningur fjölskyldu og vina skiptir miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu.

Bleika slaufa Krabbameinsfélagsins var sýnd í kvöld.
Bleika slaufa Krabbameinsfélagsins var sýnd í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen. „Það var kominn á breytingar eftir 12 ár í formi nælu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, í tilkynningu. „Við höfum reglulega heyrt af áhuga stuðningsmanna og kvenna, á að fá annars konar skartgrip og við erum viss um að þetta gullfallega hálsmen höfði til enn breiðari hóps. Við hlökkum til að sjá fólk á öllum aldri ganga með hálsmenið og sýna þannig stuðning við konur og krabbamein í verki,“ segir hún ennfremur.

Bekkirnir voru þétt setnir þegar Downton Abbey var sýnd í …
Bekkirnir voru þétt setnir þegar Downton Abbey var sýnd í sérstakri bleikri sýningu. Ljósmynd/mbl.is

Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannar slaufuna. Hún lýsir hönnun slaufunnar á þann mát að „blómið í slaufunni táknar jákvæðni og vellíðan og hringurinn táknar kvenlega orku og vernd.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hálsmen passi bæði konum og körlum.

Bleika slaufan kostar 2.500 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt. Að vanda verður hátíðarslaufa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi, en einnig hafa tvær gullslaufur verið hannaðar sem boðnar verða upp í fjáröflunarskyni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Átakinu verður formlega ýtt úr vör í kvöld á bíókvöldi Bleiku slaufunnar þegar Downton Abbey var sýnd á sérstakri bleikri sýningu í stóra sal Háskólabíós. Húsið opnaði kl. 19 og í anddyri var bleik stemmning, þar sem Krabbameinsfélagið kynnti helstu starfsemi sína og styrktaraðilar vörur sínar til stuðnings átakinu.

Vinkonur sameinuðust og áttu góða kvöldstund.
Vinkonur sameinuðust og áttu góða kvöldstund. mbli/Kristinn Magnússon

Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins

Undanfarin 12 ár hefur Krabbameinsfélagið tileinkað októbermánuð baráttu gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður í ár varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum. Konur eru hvattar til að skrá sig í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins þar sem þær fá reglulega fræðslumola um fyrirbyggjandi þætti, hvatningu um þátttöku í skimanir og fleira. Skráning og frekari upplýsingar eru á Bleikaslaufan.is.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert