Eyddu virkri sprengju að Ásbrú

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Valli

Borgari hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum um helgina og kvaðst hafa gengið fram á handsprengju við Ásbrú.

Um var að ræða Patterson-svæðið svokallaða, sem er gamalt æfingasvæði bandaríska hersins, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögregla hafði samband við sprengjusérfræðinga og mættu starfsmenn Landhelgisgæslunnar og eyddu sprengjunni, sem talin var vera virk.

mbl.is