Krefur ríkið um rúmlega 1,6 milljarða króna

Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins við Hæstarétt árið 2018.
Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins við Hæstarétt árið 2018. mbl.is/Hari

„Kristján Viðar Júlíusson krefst þess að íslenska ríkið greiði honum rúmlega 1,6 milljarða króna vegna óréttar, tjóns og miska sem hann varð fyrir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins

Kristján Viðar sat inni í sjö og hálft ár og hann hafi því verið sekur maður að ósekju í tæp 40 ár og eigi því rétt á bótum. Í kröfunni kemur meðal annars fram að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var árið 1977 en á þeim fundi var fullyrt að málið væri upplýst þrátt fyrir að dómur væri ekki fallinn.

Í viðtali við Rúv segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Kristjáns Viðars, að frumvarp sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í gær um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu breyti engu um væntanlega stefnu þeirra gegn ríkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert