Nýr áningarstaður norðurljósaóðra opnar í kvöld

Þessi mynd var tekin í Aurora Basecamp helgina, er norðurljósin …
Þessi mynd var tekin í Aurora Basecamp helgina, er norðurljósin létu sjá sig. Ljósmynd/Eric Wolf

Norðurljósamiðstöðin Aurora Basecamp opnar dyr sínar fyrir gestum í fyrsta sinn kvöld, í gamalli hraunnámu nærri gatnamótum Krísuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Kormákur Hermannson, einn hvatamanna að verkefninu, segir í samtali við mbl.is að nú sé loks orðið gaman að segja frá því.

„Til að byrja með ætlum við að hafa þetta opið á kvöldin frá 18-24,“ segir Kormákur, en eins og mbl.is greindi frá fyrr í sumar verður gestum Aurora Basecamp veitt ýmis fræðsla um norðurljós, leiðbeiningar um hvernig þau skuli finna og einnig er á staðnum salernisaðstaða og skjól til þess að virða norðurljósin fyrir sér innandyra.

Ljósmynd/Eric Wolf

Ef norðurljósin skortir á himninum, þá er hægt að sjá „norðurljósalíki“ í ílöngum glertúpum sem fyrirtækið hefur látið framleiða. Hugmyndin er að staðurinn verði áningarstaður fyrir ferðamenn í leit að norðurljósum, bæði þeirra sem eru á eigin vegum og einnig þeirra sem fara í skipulagðar ferðir.

Ljósmynd/Eric Wolf

Kor­mák­ur sagði við mbl.is í sumar að það væru um það bil tvö ár síðan fyr­ir­tækið fór að huga að því að setja upp norður­ljósamiðstöð.

Hugmyndin kom upp eft­ir að ljóst var að þeir ferðamenn sem áður keyptu norður­ljósa­ferðir af fyrirtækinu, Basecamp, væru farn­ir að fara í aukn­um mæli í norður­ljósa­ferðir á eig­in bíla­leigu­bíl.

Nánar er hægt að fræðast um verkefnið á vef Aurora Basecamp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert