Ráðhúskötturinn Emil allur

Kötturinn Emil á góðri stundu í Ráðhúsinu.
Kötturinn Emil á góðri stundu í Ráðhúsinu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Greint er frá því á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar að ráðhúskisinn Emil sé nú allur. Emil kom oft á borgarstjórnafundi og tók þátt í minnstakosti tvennum kosningum.

10. september sl. lenti Emil hins vegar í slysi og kom illa leikinn í Ráðhúsið. Húsverðir Ráðhússins komu honum í kjölfarið  undir læknishendur, en því miður var hann svo illa farinn að hann var svæfður.

„Hér í Ráðhúsinu átti hann marga góða vini sem hann gladdi með komum sínum og uppátækjum,“ segir í færslunni. „Emil leið best í fjölmenni og fann sér oft stað til að leggja sig á þegar haldnir voru fundir og móttökur í Tjarnarsalnum. Hann kom oft á borgarstjórnarfundi og tók þátt í að minnsta kosti tvennum kosningum. Megi sá sómaköttur hvíla í friði.“

Eru aðstandendum ráðhúskattarins Emils þá færða  innilegar samúðarkveðjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert