Rændu bifreið og stunduðu ofsaakstur undir áhrifum

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók tvo menn og konu í Grafarholti á sjötta tímanum í gærkvöldi, en þau eru grunuð um rán, þjófnað, nytjastuld bifreiðar, umferðaróhapp og afstungu, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, eignaspjöll og fleiri brot.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að umræddir þremenningar hafi ráðist á mann og rænt farsíma hans og bifreið og skilið hann eftir slasaðan á vettvangi.

Þá hafi þau ekið bifreiðinni yfir umferðareyjur, á móti rauðu ljósi, utan í aðra bifreið, á göngustígum þar sem börn voru nærri og í gegnum garð við íbúðarhús. 

Voru þau vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert