Andleg heilsa í fókus á haustin

„Það er mjög oft sem áskoranir haustsins. Skóli, ný vinna, menn að koma úr sumarleyfum sem gerir það að verkum að fólk með ADHD er meira meðvitað um að taka á sínum málum,“ segir Hrannar Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna en geðheilbrigði og andlegar áskoranir voru í fókus í HR í dag.

Fjölmargir aðilar voru í skólanum í dag og kynntu úrræði sem eru í boði fyrir fólk. mbl.is kom við í HR þar sem fulltrúar frá aðilum á borð við ADHD samtökin, átröskunarteymi Landspítalans, Bataskóla Íslands, Berginu, Bjarkarhlíð, Drekaslóð, Hugarafli, Hugrúnu, Pieta, Rauði krossinum, Rótinni, Samtökunum 78, Sorgarmiðstöðinni, Vinum í bata, Krafti, Ég á bara eitt líf og Litlu kvíðameðferðastöðinni ræddu við gesti og gangandi.

Í myndskeiðinu er rætt við Hrannar ásamt fulltrúum átröskunarteymisins og Hugrúnar geðfræðslufélags en mikil ánægja var með viðburðinn sem var sóttur af nemum úr skólanum en einnig almenningi.

mbl.is