Deilt um hæfi meðdómara í Landsrétti

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lárus Welding og Jóhannes Baldursson …
Markaðsmisnotkunarmál Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru báðir dæmdir, en Lárus áfrýjaði ekki dómnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun verður tekist á um hæfi sérhæfðs meðdómara í Landsrétti í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Saksóknari málsins fer fram á að meðdómarinn, Hreggviður Ingason, víki sæti í málinu, en hann vann fyrir slitastjórn Glitnis og í því ljósi telur saksóknari ekki tækt að hann dæmi í málinu í Landsrétti.

Í málinu voru fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fundnir sekir í héraðsdómi um markaðsmisnotkun. Dómurinn féll í mars í fyrra og var Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, ekki gerð refsing þar sem hann hafði þegar hlotið refsihámark vegna sambærilegra brota. Þá var Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, dæmd­ur í 12 mánaða fang­elsi, en hann hafði áður hlotið 5 ára fang­elsi í öðrum hrun­mál­um.

Þrír starfs­menn eig­in viðskipta bank­ans, Jón­as Guðmunds­son, Val­g­arð Már Val­g­arðsson og Pét­ur Jónas­son, voru dæmd­ir í skil­orðsbundið fang­elsi. Jón­as 12 mánuði, Val­g­arð 9 mánuði og Pét­ur 6 mánuði.

Aðeins þeir Jóhannes og Pétur áfrýjuðu málinu til Landsréttar en aðrir undu dómnum. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð málsins fari fram 8. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert