Kostar tugi milljarða

Hugmynd að stoppistöð borgarlínu.
Hugmynd að stoppistöð borgarlínu.

Við áætlun kostnaðar við nýjan samgöngusáttmála er ekki tekið tillit til síðari áfanga borgarlínu. Sá áfangi er talinn kosta um 24 milljarða. Til viðbótar er áætlað að stokkur á Sæbraut kosti um 10 milljarða. Það er um 8 milljörðum króna meira en áætlað er í sáttmálanum, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær.

Samanlagt eykur þetta tvennt kostnaðinn við verkefni tengd sáttmálanum í um 150 milljarða. Stokkur á Sæbraut er nú sagður forsenda Sundabrautar en hún er talin munu kosta minnst 60 milljarða að auki.

Alls eru þetta 210 milljarðar, eða um 920 þúsund krónur á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Forsenda skipulagsins

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, segir gert ráð fyrir að ljúka síðari áfanga borgarlínu á árunum 2033-2040. Sú uppbygging sé nauðsynleg ef markmið svæðisskipulagsins eigi að ganga upp. En sáttmálinn nær til ársins 2033.

Spurður um tengsl stokkagerðar og borgarlínu tekur Hrafnkell dæmi af Hamraborginni í Kópavogi. Þar greiði stokkur fyrir umferð.

„Einfaldasta dæmið til að lýsa stokk er Hamraborgin. Það má segja að það sé stokkur. Það má ímynda sér hvernig stoppistöðin væri þar ef hraðbrautin væri ekki fyrir neðan Hamraborgina í dag,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert