NIPT-próf gæti verið hagræðing

Jón Jóhannes Jónsson læknir.
Jón Jóhannes Jónsson læknir.

„Það veit alþjóð að Landspítalinn ætlar ekki að taka upp neina þjónustu sem kostar peninga nema það komi til sérstaklega tryggð fjármögnun til þess,“ segir Jón Jóhannes Jónsson, prófessor og yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans.

Þrátt fyrir það segist Jón ekki vita til þess að ákvörðun hafi verið tekin um að taka ekki upp svokallað NIPT-fósturgreiningapróf á Landspítalanum og segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á Landspítalanum, sömuleiðis að sú ákvörðun hafi ekki verið tekin.

Nipt-prófið er talsvert nákvæmara en fósturgreiningaprófið sem notað er á Landspítalanum.

Jón segir að NIPT-prófið gæti verið hagkvæmara þó að það sé dýrara en núverandi fósturgreiningapróf spítalans.

„Það er hugsanlegt að það sé hægt að taka það upp sem hagræðingaratriði vegna þess að í staðinn sparast ástungur og fósturgreiningakostnaður. Ef þú ert með betra próf þá þarftu að gera fósturgreiningar á færra fólki. Ég held að það sé mikill áhugi fyrir að bjóða það ákveðnum undirhópi af konum sem eru á gráa svæðinu NIPT.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert