Þrepaskiptur erfðafjárskattur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/​Hari

Lagt er til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur í áformuðu frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt hefur verið á samráðsgátt stjórnvalda.

Lagt til að þrep erfðafjárskattsins, sem er eitt 10% þrep í dag, verð annars vegar 5% af fjárhæð allt að 75 milljónir kr. og hins vegar 10% af því sem er umfram 75 milljónir kr. Fjárhæðarmörk skattþrepanna taki svo árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs.

Þá er jafnframt lagt til að sökum þrepaskiptingar skattsins verði erfðafjárskattur á fyrirframgreiddum arfi sá sami og í hærra skattþrepinu, þ.e. 10%. Í mati á kostnaðaráhrifum kemur fram að verði skattabreytingarnar að lögum hafi það í för með sér að tekjur ríkisins lækki um tvo milljarða kr. á árinu 2020. „Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir að tekjur af erfðafjárskatti verði 5,2 [milljarðar kr.] eftir breytingarnar verða þær því um 3,2 [milljarðar kr.]. Samþykkt frumvarpsins hefur aftur á móti jákvæð áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem fá úthlutaðan arf úr dánarbúi.“ omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert