Centerhotels þarf að greiða Reitum 200 milljónir

Centerhotels reka hótelið Plaza við Aðalstræti.
Centerhotels reka hótelið Plaza við Aðalstræti.

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í október í fyrra um að hótelkeðjunni Centerhotels beri að greiða fasteignafélaginu Reitum rúmlega 200 milljónir vegna framkvæmda þegar húsnæði við Aðalstræti 6-8 var gert upp. Eitt hót­el keðjunn­ar, Center­hotel plaza, er þar staðsett.

Centerhotels rekur fjöl­mörg hót­el í miðbæ Reykja­vík­ur og hafði um langt ára­bil leigt hús­næðið í Aðalstræti af Reit­um og áður af Landic Ice­land. Á þeim tíma hafði verið farið í ýms­ar fram­kvæmd­ir og var þá kveðið á um í samn­ingi að Reit­ir myndu greiða fyr­ir fram­kvæmd­ir, en Center­hotels myndu greiða þá upp­hæð til baka sam­hliða leigu­greiðslum. Færi keðjan úr hús­næðinu þyrfti að greiða það sem upp á vantaði.

Árið 2016 nýtti keðjan sér for­kaups­rétt og keypti hús­næðið fyr­ir 2,5 millj­arða. Þá stóð út af rúm­lega 200 millj­óna fram­kvæmda­kostnaður. Taldi Center­hotels að þar sem ekki væri til­greint sér­stak­lega hvað yrði um eft­ir­stöðvarn­ar ef keðjan myndi kaupa húsið bæri því ekki að greiða upp­hæðina.

Héraðsdómur komst að þeirri niður­stöðu að það hafi verið skiln­ing­ur beggja aðila að fram­kvæmd­irn­ar væru hót­elkeðjunni til hags­bóta og að frum­kvæði henn­ar. Fellst dóm­ur­inn á túlk­un Reita og seg­ir að „önn­ur túlk­un á þessu ákvæði væri ber­sýni­lega ósann­gjörn og óhæfi­lega íþyngj­andi fyr­ir stefn­anda“.

Landsréttur staðfesti sem fyrr segir dóm héraðsdóms og dæmdi Centerhotels til að greiða rúmlega 204 milljónir auk dráttarvaxta til Reita. Þá þarf Centerhotels að greiða 2 milljónir í málskostnað fyrir Landsrétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert