Skilar 120 þúsundum á hverju ári

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú stöðugt.
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú stöðugt.

Lántaki sem kaupir meðalstóra íbúð á höfuðborgarsvæðinu með 70% verðtryggðu láni borgar nú 10 þúsund krónum minna á mánuði í afborgun en hann gerði árið 2017. Sá munur safnast saman og skilar um 120 þúsund krónum á ári.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr útreikningum Guðmundar Sigfinnssonar, hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði, fyrir Morgunblaðið. Stuðst er við nokkrar forsendur sem eru útskýrðar í blaðinu í dag.

Elvar Orri Hreinsson, hagfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, segir sjaldan eða aldrei hafa verið jafn hagstætt að taka íbúðalán. „Vaxtaumhverfið og aukin samkeppni á markaðnum með innreið lífeyrissjóða gera það að verkum að þetta eru sögulega góðir tímar fyrir neytendur hvað varðar vexti í landinu,“ segir Elvar Orri.

Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, telur útlit fyrir frekari vaxtalækkanir. Vaxtakjörin á Íslandi hafi nálgast mikið kjörin annars staðar á Norðurlöndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert