Farþegar gistu á farangursbeltum

Farþegar nýttu sér ímyndunaraflið við val á svefnstöðum.
Farþegar nýttu sér ímyndunaraflið við val á svefnstöðum. Ljósmynd/Jórunn Edda

Nóttin var löng og ströng fyrir farþega Wizz Air sem skildir voru eftir á Egilsstaðaflugvelli í gær eftir flug frá Kraká. Tvær vélar flugfélagsins lentu á Egilsstaðaflugvelli en ekki Keflavíkurflugvelli vegna veðurskilyrða. 

Farangursbeltin voru vinsæll svefnstaður.
Farangursbeltin voru vinsæll svefnstaður. Ljósmynd/Jórunn Edda

Flugfélagið fann hvorki gistingu né fararskjóta fyrir farþega sína sem bitu í það súra epli að þurfa að gista á Egilsstaðaflugvelli. Ýmsir lögðust til hvílu á farangursbeltum og aðrir dottuðu í stólum.

Nú eru um 50 af farþegunum á leið til Reykjavíkur með rútu sem þeir útveguðu sjálfir. 

Ljósmynd/Jórunn Edda

Farþegar höfðu tvo val­kosti, að fara út á Eg­ils­stöðum eða fljúga aft­ur til Kra­kár. Farþegum sem ákváðu að fara út á Eg­ilsstaðaflug­velli var gert að skrifa und­ir plagg þar sem þeir af­söluðu sér rétti sín­um til bóta, ella yrði brott­för þeirra til­kynnt sem ör­ygg­is­brot.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að slíkt plagg myndi varla halda þar sem fólk hefði skrifað undir það vegna þrýstings. 

Farþegarnir eru nú loks á leið til Reykjavíkur.
Farþegarnir eru nú loks á leið til Reykjavíkur. Ljósmynd/Jórunn Edda
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert