Mathöll verði í gamla Pósthúsinu

Í meira en heila öld fóru bréf og bögglar um …
Í meira en heila öld fóru bréf og bögglar um hendur póstmanna í þessu húsi. Líklegt er að matur og drykkir komi í staðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áform eru uppi um að setja upp mathöll í gamla pósthúsinu, Pósthússtræti 5 í Reykjavík. Jafnframt er sótt um leyfi til útiveitinga í porti Pósthússtrætis 3, sem er gamla lögreglustöðin.

Fasteignafélagið Reitir er eigandi húsanna. Sendi félagið fyrirspurn til borgaryfirvalda og spurði hvort leyfi fengist fyrir veitingastarfsemi, mathöll, á 1. hæð og í kjallara gamla pósthússins. Einnig var spurt hvort leyfi fengist til að byggja yfir port á lóð Pósthússtrætis 3 og útbúa þar setsvæði í tengslum við mathöllina.

Það yrði saga til næsta bæjar ef vínveitingar yrðu heimilaðar í portinu, þar sem ölvað fólk var fært til geymslu í lögreglustöðinni á árum áður. Inngangar í mathöllina eru áformaðir tveir, annar í Pósthússtræti og hinn um fyrrnefnt port við Hafnarstræti.

Erindi Reita er nú til meðferðar hjá skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Reitir taka fram í erindinu að mathöll í Pósthússtræti 5 styðji hugmyndir í deiliskipulagi um starfsemi á jarðhæð sem glæði mannlíf í miðbænum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert