Hermdi eftir grátinum

„Ef ég var að gráta þá hermdi hann eftir mér,“ rifjar Haraldur Viggó Ólafsson upp um labrador-tíkina Lubbu sem passaði upp á hann í æsku. Þannig lét hún aðra vita að eitthvað væri að Halla. Nú fær Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dvergpúðluhundinn Draco í heimsókn til sín á sambýlið við Lautarveg einu sinni í viku í gegnum verkefni Rauða Krossins. 

Í myndskeiðinu má sjá þegar Draco og Halli hittast sem eru alltaf fagnaðarfundir enda er Halli mikill hunda og dýravinur.

Verkefnið sem nefnist, Heimsóknarvinur með hund, er í umsjón Kópavogsdeildar Rauða Krossins og er ætlað að vinna gegn félagslegri einangrun á sambýlum og dvalarheimilum. Alls eru um 50 hundavinir skráðir þegar þetta er skrifað en þeim hefur fjölgað talsvert frá því að verkefninu var fyrst hleypt af stokkunum fyrir 13 árum síðan.

Þeir sem eru áhugasamir um að verða Heimsóknarvinir með hund geta kynnt sér ferlið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert