Umhverfisgjöld á flugmiða „góð hugmynd“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst þetta góð hugmynd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hugmynd Dönsku flugmálasamtakanna þess efnis að lagt verði sérstakt umhverfisgjald á allar flugferðir frá Danmörku.

Fram kemur í frétt RÚV að Guðmundur segir að það þurfi að skoða allar hugmyndir þegar komi að loftslagsmálum.

Það komi til greina að leggja sérstök gjöld á flugfarþega sem miðuð verði við mengun flugleiðar.

Hugmynd Dönsku flugmálasamtakanna snýr að því að gjaldið sé í sam­ræmi við hversu mik­il um­hverf­isáhrif viðkom­andi flug­ferð hef­ur og bú­ist er við að ár­lega muni safn­ast á bil­inu 250 - 300 millj­ón­ir danskra króna í óháðan loftslagssjóð.

mbl.is