Enn stefnt á verkföll

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, staðfestir að enn sé verið að útfæra aðgerðaáætlun vegna hugsanlegs verkfalls blaðamanna og að horft verði til skæruverkfalla við útfærslu þeirra.

Segir hann að áætlunin taki mið af því að reyna að hafa eins mikil áhrif og kostur er en með þeim hætti að það komi eins lítið og mögulegt er niður á starfsemi fjölmiðlanna. Segir hann að enn bendi flest til þess að grípa þurfi til verkfallsaðgerða.

„Auðvitað vonar maður í lengstu lög að það muni ekki þurfa að grípa til aðgerða en blaðamenn verða eins og aðrir launamenn í þessu landi að vera tilbúnir að standa með kröfum sínum og þá er þetta ráðið sem við höfum samkvæmt lögum til að knýja á um samninga,“ segir Hjálmar í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »