Fær 158.000 krónur í fæðingarorlof

Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson
Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson Elsa Katrín Ólafsdóttir

„Þetta er náttúrulega undir lágmarkslaunum og einhverjum mörkum sem ríkisstjórnin sjálf hefur sagt að sé lágmarksframfærsla,“ segir Margrét Erla Maack listakona, sem á að eiga barn á allra næstu dögum.

Hún fékk þær fréttir á fimmtudaginn að hún myndi einungis fá 158.000 krónur mánaðarlega frá fæðingarorlofssjóði í fæðingarorlofi sínu.

Það er vegna þess að Margrét er sjálfstætt starfandi listakona sem starfar stundum sem launamaður og stundum sjálfstætt. Hún tekur skýrt fram að hún borgi alla þá skatta og öll þau gjöld sem henni er skylt að greiða. Sjóðurinn geri hins vegar ekki ráð fyrir fólki sem „passar ekki inn í kassann“ eins og Margrét orðar það.

Hún tekur fram að hún sé ekki sú eina sem eigi erfitt með að fá almennilegt fæðingarorlof út úr sjóðnum. Margrét þekkir dæmi um frumkvöðla sem greitt hafa sjálfum sér takmörkuð laun til að koma á fót fyrirtækjum en fá síðan afar takmarkaðar greiðslur úr sjóðnum.

Margrét Erla Maack (t.h.)
Margrét Erla Maack (t.h.) mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert