Guðmundur býður sig fram til varaformanns

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem fer fram síðar í mánuðinum. 

Guðmundur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Hann hefur verið ráðherra utan þings í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur í rétt tæp tvö ár.

Núverandi varaformaður VG, Edw­ard H. Huij­bens, tilkynnti í febrúar að hann hygðist ekki bjóða sig fram til embættis varaformanns. 

Fram kemur í færslu Guðmundar að hann hafi alla tíð brunnið fyrir umhverfismálin og að hann vilji halda áfram að vinna að baráttumálum sínum og annarra umhverfis- og náttúruverndarsinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert