Líka álfar í Póllandi og á Havaí

„Þar sem við sýnum myndina fáum við gjarnan þau viðbrögð fólks að sambærilegar verur sé að finna á öðrum stöðum,“ segir kvikmyndagerðarkonan Sara Dosa sem er á bak við myndina The Seer And The Unseen sem fjallar um Ragnhildi Jónsdóttur og samband hennar við hulduheima. Bæði hafi hún heyrt af slíkum verum, þó þær heiti öðrum nöfnum, á Havaí og í Póllandi.

Myndin var nýverið sýnd á RIFF en hún hefur farið víða á kvikmyndahátíðir m.a. á Sundance-hátíðina og hátíð San Francisco svo eitthvað sé nefnt og vakið þónokkra athygli.

Í myndskeiðinu er rætt við Söru en hugmyndina að gerð myndarinnar má rekja til þess þegar Hraunavinir börðust gegn lagningu vegar um hraunið árið 2013.

Myndin tók um fimm ár í framleiðslu og Sara segir að mikilvægt hafi verið að taka svo langan tíma í að gera hana þar sem þá hafi verið hægt að lifa með umfjöllunarefninu og fá betri tilfinningu fyrir því. 

Hægt er að sjá myndina í Háskólabíói í vikunni.

Hér má sjá dóma hjá nokkrum þekktum miðlum:

The Hollywood Reporter

Variety

Movablefest.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert