Enn er fundað um málefni ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kristinn Magnússon

Fundahöldum á vegum dómsmálaráðherra vegna málefna embættis embættis ríkislögreglustjóra og er að mestu lokið. Fundirnir eru haldnir í framhaldi af ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að ræða þyrfti skipulagsbreytingar innan lögreglunnar við hlutaðeigandi aðla og í framhaldi af því yrði ákveðið með næstu skref.

Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Örnu Líndal, aðstoðarmanns Áslaugar Örnu, hefur nú verið fundað með nánast öllum lögreglustjórum á landinu, Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og bæði héraðs- og ríkissaksóknara. Stefnt er að því að klára þessa fundi í þessari viku.  „Það er of snemmt að segja til um hvað fundirnir hafa leitt í ljós,“ svarar Eydís spurð um hvað fundirnir hafi leitt í ljós. Fara þurfi yfir það sem fram kom á þeim þegar þeim verði öllum lokið.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/​Hari

Fyrir um tveimur vikum sendi formannafundur Landssambands lögreglumanna frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra og hann hvattur til að segja af sér. Í framhaldinu sagði dómsmálaráðherra að úrbóta væri þörf hjá lögreglu, komið hefði fram að núverandi skipulag væri komið á endastöð. Meðal þess sem væri til skoðunar væri að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. 

Spurð hvort ráðherra hafi sett sér einhver tímamörk um hvenær þessum skipulagsbreytingum eigi að verða lokið segir Eydís svo ekki vera. „En það er vilji til að flýta því eins og kostur er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert