Fyrstu sáttafundum lokið

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. mbl.is/​Hari

Fyrstu sáttafundir samninganefndar BSRB við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga fóru fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Á fundunum var skipulag komandi viðræðna rætt en ekki var rætt efnislega um kröfur BSRB.

„Flestir eru sammála um að það þurfi að ræða styttingu vinnuvikunnar áfram og leggja áherslu á það á næstunni. BSRB er með sömu kröfur gagnvart öllum viðsemjendum en þeir hafa nálgast hlutina með mismunandi hætti,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í Morgunblaðinu í dag.

Ekki er búið að ákveða dagsetningu næstu funda en hún gerir ráð fyrir að þeir fari fram í vikunni og segist vera bjartsýn gagnvart komandi sáttafundum.

„Það er ennþá bil á milli okkar allra en það er ólíkt hvert bilið er. Við erum ekki búin að fá tilboð sem við getum fallist á,“ bætti Sonja við og sagði það jákvætt að viðræðurnar væru komnar á dagskrá hjá ríkissáttasemjara þar sem BSRB hefði upplifað að viðræðurnar hefðu verið að fara aftur á bak frekar en áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert