Minni áhrif af pípum en skurði

Skjálfandafljót. Myndin er tekin fremst í Bárðardal en Einbúavirkjun verður …
Skjálfandafljót. Myndin er tekin fremst í Bárðardal en Einbúavirkjun verður mun ofar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umhverfisstofnun gagnrýnir nokkra þætti í frummatsskýrslu umhverfismats fyrir Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti. Telur stofnunin að rannsóknum hafi ekki verið lokið á tilteknum atriðum og því gefi skýrslan ekki nægilega skýra mynd af umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Áformuð Einbúavirkjun er 9,8 MW rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Ráðgert er að veita vatni um rúmlega eins kílómetra langan skurð úr fljótinu að stöðvarhúsinu og þaðan verði vatninu veitt um 1,3 km skurð eða skurð og jarðgöng út í ána aftur.

Umhverfisstofnun telur ekki nægjanlega fjallað um þann möguleika að hafa aðrennsli í pípu en geri megi ráð fyrir að slík útfærsla myndi hafa töluvert minni umhverfisáhrif en opinn átta metra breiður skurður. Þá telur stofnunin það óviðunandi að ekki hafi farið fram nauðsynlegar athuganir á jarðlögum frá stöðvarhúsi. Niðurstöður þeirra ráði því hvaða kostur verði valinn við að leiða vatnið út í Skjálfandafljót. Látið er í ljósi það álit að frárennslisskurður í göngum alla leið sé líklegri til að hafa minni umhverfisáhrif en skurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »