Alvarlegt vinnuslys í Hafnarfirði

Maður var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt vinnuslys í Hafnarfirði.
Maður var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt vinnuslys í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Vinnuslys varð á athafnasvæði málmendurvinnslunnar Furu við Hringhellu í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði slasaðist þar einn maður alvarlega við vinnu sína.

Maðurinn var þegar fluttur á spítala og rannsókn stendur nú yfir á vettvangi, að sögn lögreglu.

mbl.is