Friðarsúlan tendruð

Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í …
Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennon. mbl.is/Árni Sæberg

Kveikt var á Friðarsúlunni í Viðey í kvöld við friðsæla athöfn, en eins og margir vita er 9. október fæðingardagur Johns Lennon. Mun Friðarsúlan varpa ljósi til 8. desember sem er dánardagur tónlistarmannsins.

Salóme Katrín flutti tónlist í Viðeyjarnausti og Hamrahlíðarkórinn söng við Friðarsúluna auk þess sem formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, flutti ávarp.

Þá er venja að um leið og kveikt er á súlunni er lagið Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono spilað undir. Að lokum lék Teitur Magnússon fyrir gesti í Viðeyjarnaustinu.

mbl.is