„Get ekki lýst sorginni hjá börnunum“

Tíkin Kózý, 5 ára blendingur af púðluhundi og border collie, …
Tíkin Kózý, 5 ára blendingur af púðluhundi og border collie, veiktist skyndilega í síðustu viku. Henni var lógað þar sem nýrun störfuðu ekki eðlilega og í ljós kom að Kózý hafði orðið fyrir eitrun af völdum frostlagar. Ljósmynd/Rakel Ósk Magnúsdóttir

Síðasta vika var Rakel Ósk Magnúsdóttur og fjölskyldu hennar í Hveragerði afskaplega erfið. Heimilishundurinn Kózý, fimm ára gömul tík, veiktist og fór Rakel með hana til dýralæknis. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu og að nýrun störfuðu ekki sem skyldi. 

Á þriðja degi var ákveðið að lóga Kózý þar sem hún svaraði ekki meðferð. Rakel segir í samtali við mbl.is að þar sem dýralæknum þótti einkenni hennar grunsamleg voru nýrun send til rannsóknar. „Í dag fékk ég símtalið sem sem okkur kveið fyrir allan tímann,“ segir Rakel. Kózý varð fyrir eitrun frá frostlegi.  

Kózý var ást og yndi fjölskyldunnar og verður sárt saknað.
Kózý var ást og yndi fjölskyldunnar og verður sárt saknað. Ljósmynd/Rakel Ósk Magnúsdóttir

Dýraníðsmál ítrekað komið upp í bænum

Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem dýraníðsmál af þessu tagi kemur upp í Hveragerði, en Rakel segir að skýr ummerki hafi fundist um að eitrunin hafi verið af mannavöldum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hundur drepst sökum eitrunar af völdum frostlagar í Hvergerði, en síðustu fjögur ár hafa kettir drepist af sams konar eitrun. 

Rakel deilir sorgarsögu fjölskyldunnar í Facebook-hópnum Hundasamfélaginu og biður hún hundaeigendur um aðstoð við að þrýsta á bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og lögregluna á Suðurlandi sem hún segir hafa takmarkaðan áhuga á því að taka á vandamálinu.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, sagði í samtali við mbl.is í fyrravor, þegar köttur drapst sökum eitrunar af völdum frostlagar að bærinn tæki mál líkt og þessi alvarlega, það væri hins vegar takmarkað sem bærinn gæti gert. 

Missirinn erfiðastur börnunum

Rakel segir að dýramissirinn hafi verið erfiðastur fyrir börn hennar, sem eru 4 og 6 ára. Áður en Kózý var lógað fékk hún að fara heim og kveðja fjölskylduna í hinsta sinn.

„Ég get ekki lýst sorginni hjá börnunum og þá sérstaklega dóttur okkar þegar við sögðum henni að þau þyrftu að kveðja vinkonu sína í síðasta sinn,“ segir Rakel.

6 ára dóttir Rakelar og Kózý voru perluvinkonur og er …
6 ára dóttir Rakelar og Kózý voru perluvinkonur og er missirinn henni afar erfiður. Ljósmynd/Rakel Ósk Magnúsdóttir


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert