Hefur miklar áhyggjur af innrás Tyrkja

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur afar miklar áhyggjur af innrás Tyrkja í Sýrland. Hann tekur í sama streng og margir innan alþjóðasamfélagsins hafa gert og segir árásina geta orðið til þess að vígamenn íslamska ríkisins fái byr í seglin á ný sem leiði til frekari þjáninga almennra borgara. 

„Þörf er á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun átaka,“ segir utanríkisráðherra á Twitter.

Tyrk­nesk­ar her­sveit­ir réðust inn í norðaust­ur­hluta Sýr­lands í dag þar sem ætl­un þeirra er að ráðast gegn Kúr­d­um sem haf­ast við á svæðinu. Að minnsta kosti tveir almennir borgarar féllu í loftárásum hersins. 

Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti seg­ir aðgerðirn­ar, sem hann kall­ar „Friðar­vorið“, bein­ast gegn hryðju­verka­mönn­um á svæðinu í norður­hluta Sýr­lands. Ætl­un­in sé að koma í veg fyr­ir svæði hryðju­verka­manna rétt við tyrk­nesku landa­mær­in og að koma á friði á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina