Lukkudísirnar fjarri góðu gamni

Hvorki fyrsti, annar né þriðji vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti …
Hvorki fyrsti, annar né þriðji vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins.

588 milljónirnar sem voru í pottinum í Víkingalottóútdrætti kvöldsins gengu ekki út. Lukkudísirnar virðast hafa verið fjarri góðu gamni þar sem hvorki annar né hinn alíslenski þriðji vinningur gengu út þessa vikuna heldur. Allir pottarnir þrír verða því veglegir í næstu viku. 

Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í N1, Skógarseli, Reykjavík, EuroMarket, Smiðjuvegi 2, Kópavogi, tveir í áskrift, einn á lotto.is og einn í lottó-appinu.

mbl.is