Máta nýja Herjólf í vetraraðstæður

Nýja skipið á leið í áætlunarferð til Þorlákshafnar með farþega.
Nýja skipið á leið í áætlunarferð til Þorlákshafnar með farþega. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Okkar fyrsti kostur er alltaf Landeyjahöfn og um leið og við fáum það umhverfi sem til þarf siglum við þangað. Við munum sigla þangað aftur í vetur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Nýr Herjólfur sigldi fyrstu áætlunarferð sína með farþega frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar á mánudaginn. Ófært var til Landeyjahafnar vegna veðurs og sjólags. Sama var upp á teningnum í gær.

Guðbjartur segir í samtali við Morgunblaðið að skipið sé vissulega hannað fyrir styttri siglingar til Landeyjahafnar, þótt alltaf hafi verið viðbúið að það þyrfti að taka einhverjar ferðir til Þorlákshafnar. „Núna erum við að vinna í að átta okkur á því hvernig skipið fer með farþega á þessari leið. Það er mikilvægt að fá upplýsingar um aðbúnað farþega á siglingunni.“

Hann segir í Morgunblaðinu í dag, að ekkert hafi enn komið upp á í siglingum nýja Herjólfs til og frá Þorlákshöfn. Siglingatíminn sé sá sami og hjá eldra skipinu, tveir tímar og 45 mínútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert