Ók á fjórar kyrrstæðar bifreiðar

Meðfylgjandi er mynd frá vettvanginum í Rjúpufelli.
Meðfylgjandi er mynd frá vettvanginum í Rjúpufelli. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi í Rjúpufelli í Reykjavík laugardagskvöldið 5. október, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 22.27.

Þar var ekið á fjórar kyrrstæðar bifreiðar á móts við Rjúpufell 25-27, en tjónvaldurinn ók rakleiðis af vettvangi að því er lögreglan greinir frá.

„Ökumaðurinn er hvattur til að gefa sig fram, en geti einhverjir veitt upplýsingar um hann eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri með tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert