Slit á landshring Mílu

mbl.is/​Hari

Slit kom upp á landshring Mílu á milli Akraness og Borgarness í dag.

Áhrif þess eru óveruleg, að sögn Sigurrósar Jónsdóttur, samskiptafulltrúa Mílu, og ætti almenningur ekki að finna fyrir neinu.

Viðgerðateymi er engu að síður komi á staðinn og er unnið að viðgerð.

mbl.is